Announcing: BahaiPrayers.net


More Books by bænir

Andleg lausn
Andleg ráð
Andlegir eiginleikar
Aukadagarnir
Aðstoð
Bahá’í bænir-Íslenska
Bænir fyrir látnum
Börn og unglingar
Eining
Eldtaflan
Erfiðleikar og mótlæti
Fastan
Fjölskyldur
Fundir
Fyrirgefning
Græðing
Hjálp í mótlæti
Hjónaband
Kennsla og þjónusta
Kvöldbænir
Lengri skyldubænin
Lengsta skyldubænin
Lofgjörð og þökk
Mannkynið
Miskunn
Morgunbænir
Naw-Rúz
Réttur Guðs
Sigur málstaðarins
Sjóðurinn
Staðfesta
Stutta skyldubænin
Sáttmálinn
Tafla Ahmads
Tafla Hins heilaga sæfara
Vernd
Vitjunartafla
Free Interfaith Software

Web - Windows - iPhone








bænir : Græðing
Græðing (#1667)

Ó Guð, Guð minn! Ég bið Þig við úthaf lækningar Þinnar, ljómann frá sól náðar Þinnar, nafn Þitt, sem Þú hefur sigrað með þjóna Þína, gagntakandi afl Þíns æðsta orðs, mátt Þíns tignasta penna og miskunn Þína sem er æðri sköpun alls sem er á himnum og jörðu, að hreinsa mig með vatni örlætis Þíns af hvers konar þraut og óreglu, öllum veikleika og þróttleysi.

Þú sérð, ó Drottinn minn, bónarmann Þinn bíða við dyr örlætis Þíns og þann sem bundið hefur vonir sínar við Þig, halda sér í líftaug veglyndis Þíns. Ég bið Þig að synja honum ekki um það sem hann leitar úr úthafi náðar Þinnar og frá sól ástúðar Þinnar.

Þú ert þess megnugur að gera það sem Þér þókn­ast. Enginn er Guð nema Þú, sá er ætíð fyrir­gefur, hinn örlátasti.

-Bahá'u'lláh
-----------------------
Græðing (#1668)

Nafn Þitt er lækning mín, ó Guð minn, og minn­ingin um Þig er mér heilsulind. Nálægð­in við Þig er von mín og kærleikurinn til Þín er félagi minn. Miskunn Þín við mig er lækning mín og hjálp bæði í þessum heimi og þeim, sem mun koma. Þú ert vissulega hinn örláti og alvitri, hinn alvísi.

-Bahá'u'lláh
-----------------------
Græðing (#1669)

Dýrð sé Þér, ó Drottinn Guð minn! Ég sárbæni Þig við nafn Þitt sem Þú lést hefja upp gunn­fána leiðsagnar Þinnar, úthella ljósi ástúðar Þinnar og opinbera yfirráð drottnunar Þinnar, nafnið sem Þú birtir með lampa nafna Þinna í umhverfi eig­inda Þinna og lét Hann sem er tjaldbúð einingar Þinnar og birting andlegrar lausnar ganga fram geisl­­andi, kunngera vegu leiðsagnar Þinnar og marka stigu vel­þóknunar Þinnar, hnika grund­velli rang­inda og nema úr gildi tákn illskunnar. Með þessu nafni lést Þú lindir viskunnar vella og sendir niður hið himneska matarborð. Með því lést Þú varð­veita þjóna Þína og veita græðingu Þína, sýna milda miskunn Þína þjónum Þínum og opinbera fyrirgefningu Þína meðal skepna Þinna. Ég sár­bæni Þig við þetta nafn að varðveita þann sem hefur snúið aftur til Þín og haldið fast við Þig og mis­kunn Þína og tekið í klæðisfald ástríkrar for­sjónar Þinnar. Send því niður yfir hann líkn Þína og græð hann, gef honum staðfestu sem er af Þér og hugarró sem gefin er af hátign Þinni.

Þú ert vissulega græðarinn, sá sem varðveitir, hjálp­arinn, hinn almáttugi, hinn voldugi og al­dýr­legi, sá sem allt þekkir.

-Bahá'u'lláh
-----------------------
Græðing (#1670)

Vegsamaður sért Þú, ó Drottinn Guð minn! Ég sárbæni Þig við Þitt mesta nafn, sem Þú vaktir með þjóna Þína og byggðir upp borgir Þínar, og við ágætustu nafnbætur Þínar og tign­ustu eigindir, að aðstoða fólk Þitt við að snúa sér í átt til margfaldra gjafa Þinna og beina ásjónum sínum að tjaldbúð visku Þinnar. Græð Þú sjúk­dómana, sem steðjað hafa að sálunum á alla vegu og aftrað þeim frá því að beina augum að para­dísinni, sem liggur í skjóli Þíns yfirskyggjandi nafns, sem Þú ákvaðst að vera skyldi konungur allra nafna öllum á himni og jörðu. Þú ert þess megnugur að gera það sem Þér þóknast. Í Þínum höndum er veldi allra nafna. Enginn er Guð nema Þú, hinn máttugi og vitri.

Ég er aðeins vesöl vera, ó Drottinn minn; ég hef tekið föstu taki í klæðisfald auðlegðar Þinnar. Ég er sársjúkur og hef haldið fast um líftaug græðingar Þinnar. Frelsa mig frá veikindunum sem hafa um­kringt mig og lauga mig kostgæfilega í vatni náðar Þinnar og miskunnar, og skrýð mig klæðum heil­brigðis með fyrirgefningu Þinni og örlæti. Fest síðan augu mín á Þér og losa mig úr viðjum alls nema Þín. Hjálpa mér að gera það sem Þú þráir og uppfylla það sem Þér þóknast.

Þú ert sannarlega Drottinn þessa lífs og hins næsta. Þú ert í sannleika sá sem ætíð fyrirgefur, hinn miskunnsamasti.

-Bahá'u'lláh
-----------------------
Græðing (#1671)

Nöfn Þín, ó Guð minn, eru líkn sjúkum og læknisdómur þjáðum, svaladrykkur þyrstum og fró kvöldum, leiðsögn villtum og upphafning smáðum, ríkidæmi snauðum og upplýsing fáfróð­um, uppljómun döprum og huggun sorgmæddum, ylur köldum og uppreisn niðurlægðum. Með nafni Þínu, ó Guð minn, voru allir hlutir lífgaðir og himnarnir þandir út og jörðin grundvölluð og skýin hafin upp og látin senda regn sitt yfir jörðina. Sannlega eru þetta tákn miskunnar Þinnar öllum skepnum Þínum.

Því sárbæni ég Þig við nafn Þitt, sem opinberaði guðdóm Þinn og hóf málstað Þinn ofar allri sköp­uninni, og við sérhverja af ágætustu nafnbótum Þínum og tignustu eigindum og við allar þær dyggð­ir, sem vegsama yfirskilvitlega og háleitasta verund Þína að senda úr skýjum miskunnar Þinnar á þessari nóttu líknandi regn yfir þennan brjóst­mylking sem Þú hefur samþýtt aldýrlegu sjálfi Þínu í ríki sköpunar Þinnar. Klæð hann því, ó Guð minn, af miskunn Þinni kyrtli vellíðunar og heil­brigðis og varðveit hann, ó ástvinur minn, fyrir sérhverri þrenging og glundroða og fyrir öllu sem Þér er andstyggð. Sannlega er máttur Þinn jafnoki alls sem er. Þú ert í sannleika hinn voldugasti og sjálfumnógi. Lát ennfremur rigna yfir hann, ó Guð minn, gæðum þessa heims og hinn næsta og gæð­um fyrri kynslóða og hinna síðari. Sannlega eru máttur Þinn og viska megnug þessa.

-Bahá'u'lláh
-----------------------
Græðing (#1672)

Hann er græðarinn, nægjandinn, hjálparinn, sá sem allt fyrirgefur, hinn almiskunnsami.

Ég ákalla Þig, ó upphafni, ó trúfasti, ó dýrðlegi! Þú sem nægir, Þú sem græðir, Þú sem varir, ó Þú ævarandi!

Ég ákalla Þig, ó konungur, ó Þú sem upp reisir, ó dómari! Þú sem nægir, Þú sem græðir, Þú sem varir, ó Þú ævarandi!

Ég ákalla Þig, ó óviðjafnanlegi, ó eilífi, ó ein­stæði! Þú sem nægir, Þú sem græðir, Þú sem varir, ó Þú ævarandi!

Ég ákalla Þig, ó vegsamaðasti, ó heilagi, ó líkn­andi! Þú sem nægir, Þú sem græðir, Þú sem varir, ó Þú ævarandi!

Ég ákalla Þig, ó alvísi, ó vitrasti, ó hæsti! Þú sem nægir, Þú sem græðir, Þú sem varir, ó Þú ævarandi!

Ég ákalla Þig, ó mildi, ó tigni, ó ákvarðandi! Þú sem nægir, Þú sem græðir, Þú sem varir, ó Þú ævarandi!

Ég ákalla Þig, ó elskaði, ó hjartfólgni, ó alsæli! Þú sem nægir, Þú sem græðir, Þú sem varir, ó Þú ævarandi!

Ég ákalla Þig, ó máttugasti, ó viðhaldandi, ó vold­ugi! Þú sem nægir, Þú sem græðir, Þú sem varir, ó Þú ævarandi!

Ég ákalla Þig, ó stjórnandi, ó sjálfumnógi, ó al­vitri! Þú sem nægir, Þú sem græðir, Þú sem varir, ó Þú ævarandi!

Ég ákalla Þig, ó andi, ó ljós, ó sýnilegasti! Þú sem nægir, Þú sem græðir, Þú sem varir, ó Þú ævarandi!

Ég ákalla Þig, ó Þú sem allir leita til, ó Þú sem allir þekkja, ó Þú sem ert öllum hulinn! Þú sem nægir, Þú sem græðir, Þú sem varir, ó Þú ævarandi!

Ég ákalla Þig, ó huldi, ó sigursæli, ó veitandi! Þú sem nægir, Þú sem græðir, Þú sem varir, ó Þú ævarandi!

Ég ákalla Þig, ó almáttki, ó hjápari, ó hyljandi! Þú sem nægir, Þú sem græðir, Þú sem varir, ó Þú ævarandi!

Ég ákalla Þig, ó mótandi, ó fullnægjandi, ó upp­rætandi! Þú sem nægir, Þú sem græðir, Þú sem varir, ó Þú ævarandi!

Ég ákalla Þig, ó rísandi, ó samsafnandi, ó upp­hefjandi! Þú sem nægir, Þú sem græðir, Þú sem varir, ó Þú ævarandi!

Ég ákalla Þig, ó fullkomnandi, ó frjálsi, ó gjöfuli! Þú sem nægir, Þú sem græðir, Þú sem varir, ó Þú ævarandi!

Ég ákalla Þig, ó góðsami, ó Þú sem dylur, ó skap­andi! Þú sem nægir, Þú sem græðir, Þú sem varir, ó Þú ævarandi!

Ég ákalla Þig, ó háleitasti, ó alfagri, ó gjafmildi! Þú sem nægir, Þú sem græðir, Þú sem varir, ó Þú ævarandi!

Ég ákalla Þig, ó réttláti, ó náðugi, ó örláti! Þú sem nægir, Þú sem græðir, Þú sem varir, ó Þú ævar­andi!

Ég ákalla Þig, ó allt-knýjandi, ó varanlegi, ó vitrasti! Þú sem nægir, Þú sem græðir, Þú sem varir, ó Þú ævarandi!

Ég ákalla Þig, ó mikilfenglegi, ó aldni, ó veg­lyndi! Þú sem nægir, Þú sem græðir, Þú sem varir, ó Þú ævarandi!

Ég ákalla Þig, ó vel-varðveitti, ó Drottinn gleð­innar, ó þráði! Þú sem nægir, Þú sem græðir, Þú sem varir, ó Þú ævarandi!

Ég ákalla Þig, ó Þú sem ert öllum góður, öllum vorkunnlátur, ó gæskuríkasti! Þú sem nægir, Þú sem græðir, Þú sem varir, ó Þú ævarandi!

Ég ákalla Þig, ó allra athvarf, ó allra hæli, ó Þú sem allt varðveitir! Þú sem nægir, Þú sem græðir, Þú sem varir, ó Þú ævarandi!

Ég ákalla Þig, ó líknari alls, ó Þú sem allir ákalla, ó endurlífgari! Þú sem nægir, Þú sem græðir, Þú sem varir, ó Þú ævarandi!

Ég ákalla Þig, ó afhjúpandi, ó eyðandi, ó mildasti! Þú sem nægir, Þú sem græðir, Þú sem varir, ó Þú ævarandi!

Ég ákalla Þig, ó Þú sál mín, ó Þú ástvinur minn, ó Þú trú mín! Þú sem nægir, Þú sem græðir, Þú sem varir, ó Þú ævarandi!

Ég ákalla Þig, ó Þú sem slekkur þorstann, ó Þú yfirskilvitlegi Drottinn, ó dýrmætasti! Þú sem næg­ir, Þú sem græðir, Þú sem varir, ó Þú ævarandi!

Ég ákalla Þig, ó mesta minning, ó göfugasta nafn, ó elsti vegur! Þú sem nægir, Þú sem græðir, Þú sem varir, ó Þú ævarandi!

Ég ákalla Þig, ó tignaðasti, ó heilagasti, ó helgaði! Þú sem nægir, Þú sem græðir, Þú sem varir, ó Þú ævarandi!

Ég ákalla Þig, ó frelsandi, ó ráðgjafi, ó endur­leysandi! Þú sem nægir, Þú sem græðir, Þú sem varir, ó Þú ævarandi!

Ég ákalla Þig, ó vinur, ó læknir, ó heillandi! Þú sem nægir, Þú sem græðir, Þú sem varir, ó Þú ævarandi!

Ég ákalla Þig, ó dýrð, ó fegurð, ó gjafmildi! Þú sem nægir, Þú sem græðir, Þú sem varir, ó Þú ævarandi!

Ég ákalla Þig, ó traustsverðasti, ó besti ástvinur, ó Drottinn dögunarinnar! Þú sem nægir, Þú sem græðir, Þú sem varir, ó Þú ævarandi!

Ég ákalla Þig, ó glæðari, ó upplýsandi, ó Þú sem færir unað! Þú sem nægir, Þú sem græðir, Þú sem varir, ó Þú ævarandi!

Ég ákalla Þig, ó Drottinn örlætisins, ó vor­kunnlátasti, ó miskunnsamasti! Þú sem nægir, Þú sem græðir, Þú sem varir, ó Þú ævarandi!

Ég ákalla Þig, ó stöðugi, ó lífgefandi, ó upp­spretta allrar verundar! Þú sem nægir, Þú sem græðir, Þú sem varir, ó Þú ævarandi!

Ég ákalla Þig, ó Þú sem gagntekur allt, ó al­sjáandi, ó Drottinn orðsins! Þú sem nægir, Þú sem græðir, Þú sem varir, ó Þú ævarandi!

Ég ákalla Þig, ó sýnilegi en samt huldi, ó Þú sem enginn sér en öllum ert kunnur, ó áhorfandi sem allir leita! Þú sem nægir, Þú sem græðir, Þú sem varir, ó Þú ævarandi!

Ég ákalla Þig, ó Þú sem vegur ástvinina, ó Drottinn sem líknar meingjörðamönnunum! Þú sem nægir, Þú sem græðir, Þú sem varir, ó Þú ævarandi!

Ó nægjandi, ég ákalla Þig, ó nægjandi!
Ó græðari, ég ákalla Þig, ó græðari!
Ó varandi, ég ákalla Þig, ó varandi!
Þú sem varir að eilífu, ó Þú ævarandi!

Helgaður ert Þú, ó Guð minn! Ég grátbæni Þig vegna örlætis Þíns, sem Þú opnaðir með á gátt hlið hylli Þinnar og náðar og grundvallaðir musteri heilagleika Þíns á veldisstóli eilífðarinnar, og vegna miskunnar Þinnar, sem Þú bauðst með öllu sem skapað er að borði gjafa Þinna og hylli, og sakir náðar Þinnar, er Þú svaraðir með í Þínu eigin sjálfi með orði Þínu „Já!“ af hálfu allra á himnum og jörðu á þeirri stundu, er yfirráð Þín og tign voru birt, í dagrenningu þegar máttur veldis Þíns var opinberaður. Og aftur grátbæni ég Þig við þessi fegurstu nöfn Þín, við þessar göfugustu og æðstu eigindir og við upphöfnustu minningu Þína og við hreina og flekklausa fegurð Þína og við hulið ljós Þitt í huldustu höll Þinni og við nafn Þitt, íklætt þjáningu á hverjum morgni og hverju kvöldi, að vernda þann sem ber þessa blessuðu töflu, og þann sem les hana, og þann sem á hana rekst, og þann sem fer hjá húsinu sem geymir hana. Græð fyrir hennar orð alla sjúka, lasburða og fátæka, af allri þrenging og harmi, af öllum illum raunum og sorg, og leiðbein Þú fyrir orð hennar hverjum þeim sem óskar að ganga stigu leiðsagnar Þinnar og vegu fyrirgefningar Þinnar og náðar.

Þú ert vissulega hinn voldugi, sá sem öllum nægir, græðandinn, verndarinn, gjafarinn, hinn vor­kunnláti og gjafmildasti, hinn almiskunnsami.

-Bahá'u'lláh
-----------------------
Græðing (#9107)

Ó góði Guð. Þú ert mér betri en ég sjálfur og kærleikur Þinn meiri og eldri. Hvenær sem ég er minntur á gjafir Þínar fyllist ég gleði og von. Hafi sál mín verið í uppnámi hlýt ég frið í sálu og hjarta. Hafi veikindi þjáð mig fæ ég eilíft heilbrigði. Hafi ég verið ótrúr verð ég trúr. Hafi ég verið vonlaus fyllist ég von.

Ó Þú Drottinn konungsríkisins. Gleð Þú hjarta mitt, efl Þú veiklyndan huga minn og styrk Þú ör­þreytt­ar taugar. Lát birta fyrir augum, leyf eyrum mín­um að heyra svo ég megi hlýða tónlist kon­ungs­ríkis Þíns og öðlast ævarandi fögnuð og hamingju. Sannarlega ert Þú hinn örláti, sá sem gefur, hinn mildi.

-`Abdu'l-Bahá
-----------------------

Table of Contents: Albanian :Arabic :Belarusian :Bulgarian :Chinese_Simplified :Chinese_Traditional :Danish :Dutch :English :French :German :Hungarian :Íslenska :Italian :Japanese :Korean :Latvian :Norwegian :Persian :Polish :Portuguese :Romanian :Russian :Spanish :Swedish :Turkish :Ukrainian :