Announcing: BahaiPrayers.net


More Books by bænir

Andleg lausn
Andleg ráð
Andlegir eiginleikar
Aukadagarnir
Aðstoð
Bahá’í bænir-Íslenska
Bænir fyrir látnum
Börn og unglingar
Eining
Eldtaflan
Erfiðleikar og mótlæti
Fastan
Fjölskyldur
Fundir
Fyrirgefning
Græðing
Hjálp í mótlæti
Hjónaband
Kennsla og þjónusta
Kvöldbænir
Lengri skyldubænin
Lengsta skyldubænin
Lofgjörð og þökk
Mannkynið
Miskunn
Morgunbænir
Naw-Rúz
Réttur Guðs
Sigur málstaðarins
Sjóðurinn
Staðfesta
Stutta skyldubænin
Sáttmálinn
Tafla Ahmads
Tafla Hins heilaga sæfara
Vernd
Vitjunartafla
Free Interfaith Software

Web - Windows - iPhone








bænir : Erfiðleikar og mótlæti
Erfiðleikar og mótlæti (#1641)

Prófraunir Þínar, Ó Guð minn, eru læknislyf þeim sem eru Þér nálægir, sverð Þitt dýpsta þrá allra sem elska Þig, spjót Þitt æðsta ósk hjartnanna sem þrá Þig, ákvörðun Þín eina von þeirra sem borið hafa kennsl á sannleik Þinn! Ég sárbæni Þig við himneskan sætleika Þinn og ljómann af dýrð ásjónu Þinnar, að senda niður til okkar frá athvarfi Þínu á hæðum, það sem mun gera okkur fært að nálgast Þig. Ger skref okkar stöðug, ó Guð, í málstað Þínum, upplýs hjörtu okkar með ljósi þekkingar Þinnar og uppljóma brjóst okkar með birtu nafna Þinna.

-Bahá'u'lláh
-----------------------
Erfiðleikar og mótlæti (#1642)

Dýrð sé Þér, ó Guð minn! Ef ekki væri fyrir þjáningarnar sem þolaðar eru á vegi Þínum, hvernig mætti þekkja Þína sönnu elskendur? Og væri það ekki vegna mótlætisins sem borið er vegna ástar á Þér, hvernig mætti opinbera stöðu þeirra er þrá Þig? Vald Þitt ber mér vitni! Förunautar allra sem tilbiðja Þig eru tárin sem þeir fella, huggarar þeirra sem leita Þín eru andvörp þeirra og næring þeirra sem hraða sér á Þinn fund er agnirnar úr sundruðum hjörtum þeirra.

Hve sæt er mér ekki beiskja þess bana sem beðinn er á vegi Þínum og hve dýrmæt þykja mér ekki skeyti óvina Þinna, ef þeim er mætt til að upphefja orð Þitt! Lát það koma yfir mig í málstað Þínum, ó Guð minn, sem Þú óskar og sendu mér í elsku Þinni allt sem Þú hefur ákvarðað. Við dýrð Þína! Ég óska aðeins þess er Þú óskar og það eitt er mér kært sem Þér er kært. Á Þig hef ég ætíð sett allan trúnað minn og traust.

Reis Þú upp, þess bið ég Þig ó Guð minn, til aðstoðar þessari opinberun þá sem geta talist verð­skulda nafn Þitt og yfirráð, svo að þeir megi minnast mín meðal skepna Þinna og hefja upp fána sigurs í landi Þínu.

Þú ert þess megnugur að gera sem Þér þóknast. Enginn er Guð nema Þú, hjálpin í nauðum, hinn sjálfumnógi.

-Bahá'u'lláh
-----------------------
Erfiðleikar og mótlæti (#1643)

Dýrlegur ert Þú, ó Drottinn Guð minn! Sér­hver maður sem gæddur er innsæi viðurkennir yfir­ráð Þín og vald og sérhvert skilningsríkt auga skynjar mikilleika tignar Þinnar og knýjandi vald máttar Þíns. Vindar prófrauna geta ekki aftrað þeim sem njóta návista við Þig að beina augum að sjónarhring dýrðar Þinnar og stormar mótlætis hnika þeim ekki úr stað, sem eru fullkomlega helgaðir vilja Þínum né varna þeim að nálgast forgarð Þinn.

Mér þykir sem lampi ástar Þinnar skíni í hjörtum þeirra og ljós blíðu Þinnar logi í brjóstum þeirra. Andstreymi getur ekki gert þá fráhverfa málstað Þínum og hverful forlög aldrei fengið þá til að víkja af vegi velþóknunar Þinnar

Ég sárbið Þig, ó Guð minn, við þá og andvörpin sem stíga frá hjörtum þeirra í aðskilnaði frá Þér að vernda þá gegn misgerðum andstæðinga Þinna og næra sálir þeirra með því sem Þú hefur ákvarðað þeim af Þínum elskuðu, sem ekki verða slegnir ótta og enginn fær bakað hryggð.

-Bahá'u'lláh
-----------------------
Erfiðleikar og mótlæti (#1644)

Þú veist vel, ó Guð minn, að þrengingar hafa steðjað að mér úr öllum áttum og enginn getur eytt þeim eða umbreytt nema Þú. Ég veit með fullri vissu vegna ástar minnar á Þér, að Þú munt aldrei láta þrengingu verða á vegi neinnar sálar nema Þú viljir upphefja stöðu hennar í himneskri paradís Þinni og styrkja hjarta hennar í þessu jarðneska lífi með virkismúrum Þíns allsráðandi valds til þess að það hneigist ekki að hégóma þessa heims. Þú veist að sönnu fullvel að hvernig sem á stendur myndi ég miklu fremur varðveita minningu Þína en eignast allt sem er á himnum og jörðu.

Styrk hjarta mitt, ó Guð minn, í ást Þinni og í hlýðni við Þig og gef að ég megi leysast frá allri hersingu andstæðinga Þinna. Sannlega sver ég við dýrð Þína, að ég þrái ekkert nema Þig, óska einskis nema miskunnar Þinnar og óttast ekkert nema réttlæti Þitt. Ég bið Þig að fyrirgefa mér og þeim sem Þú elskar með hverjum þeim hætti sem Þér þóknast. Vissulega ert Þú hinn almáttugi og örláti.

Ómælanlega upphafinn ert Þú, Ó Drottinn himn­anna og jarðarinnar, yfir lofgjörð manna og friður sé með trúföstum þjónum Þínum og dýrð sé Guði, Drottni allra veraldanna.

-Bábinn
-----------------------

Table of Contents: Albanian :Arabic :Belarusian :Bulgarian :Chinese_Simplified :Chinese_Traditional :Danish :Dutch :English :French :German :Hungarian :Íslenska :Italian :Japanese :Korean :Latvian :Norwegian :Persian :Polish :Portuguese :Romanian :Russian :Spanish :Swedish :Turkish :Ukrainian :