Announcing: BahaiPrayers.net


More Books by bænir

Andleg lausn
Andleg ráð
Andlegir eiginleikar
Aukadagarnir
Aðstoð
Bahá’í bænir-Íslenska
Bænir fyrir látnum
Börn og unglingar
Eining
Eldtaflan
Erfiðleikar og mótlæti
Fastan
Fjölskyldur
Fundir
Fyrirgefning
Græðing
Hjálp í mótlæti
Hjónaband
Kennsla og þjónusta
Kvöldbænir
Lengri skyldubænin
Lengsta skyldubænin
Lofgjörð og þökk
Mannkynið
Miskunn
Morgunbænir
Naw-Rúz
Réttur Guðs
Sigur málstaðarins
Sjóðurinn
Staðfesta
Stutta skyldubænin
Sáttmálinn
Tafla Ahmads
Tafla Hins heilaga sæfara
Vernd
Vitjunartafla
Free Interfaith Software

Web - Windows - iPhone








bænir : Börn og unglingar
Börn og unglingar (#1618)

Lof sér Þér, ó Drottinn Guð minn! Gef náðar­samlega að þessi hvítvoðungur megi drekka af brjósti mildrar miskunnar Þinnar og ástríkrar for­sjár og nærast af ávöxtunum sem vaxa á Þínum himnesku trjám. Fel hann ekki forsjá neins nema Þín, því Þú skapaðir hann sjálfur og gafst honum líf með mætti allsráðandi valds Þíns og vilja. Enginn er Guð nema Þú, hinn almáttugi og alvitri.

Lofaður sért Þú, ó ástvinur minn. Lát berast yfir hann ljúfan ilm Þinnar yfirskilvitlegu hylli og ang­an heilagra gjafa Þinna. Ger honum því kleift að leita skjóls í forsælu Þíns upphafnasta nafns, ó Þú sem hefur í hendi Þér ríki nafna og eiginda. Sannlega ert Þú þess megnugur að gera það sem Þér líst og Þú ert að sönnu hinn máttugi og upphafni, sá sem ætíð fyrirgefur, hinn náðugi og örláti, hinn miskunnsami.

-Bahá'u'lláh
-----------------------
Börn og unglingar (#8375)
*Eftirfarandi bæn er fyrir nýfæddum börnum.
*Meybörn:

Ég er komin að boði Guðs, hef verið birt fyrir minningu Hans og sköpuð til þjónustu við Hann sem er hinn almáttugi, hinn ástfólgni.

*Sveinbörn:

Ég er kominn að boði Guðs, hef verið birtur fyrir minningu Hans og skapaður til þjónustu við Hann sem er hinn almáttugi, hinn ástfólgni.

-Bahá'u'lláh
-----------------------
Börn og unglingar (#1627)

Hann er Guð! Ó Guð, Guð minn! Gef mér hjarta hreint sem perlu.

-`Abdu'l-Bahá
-----------------------
Börn og unglingar (#1628)

Ó Guð, leið mig, gæt mín, ger mig að skínandi lampa og tindrandi stjörnu. Þú ert hinn máttugi og hinn voldugi.

-`Abdu'l-Bahá
-----------------------
Börn og unglingar (#1619)

Ó Drottinn! Vernda Þú börnin, sem fæðast á þessum degi, sem nærast við brjóst ástar Þinn­ar og uppvaxa í skauti náðar Þinnar.

Ó Drottinn! Þau eru vissulega ungar greinar, sem dafna í görðum þekkingar Þinnar; þau eru brum­andi lim í trjálundi náðar Þinnar. Gef þeim skerf af gnótt gjafa Þinna, lát þau dafna og blómgast í regninu, sem fellur úr skýjum gjafa Þinna.

Þú ert vissulega hinn örláti, hinn mildi, hinn samúð­ar­fulli.

-`Abdu'l-Bahá
-----------------------
Börn og unglingar (#8376)

Ó Þú góði Drottinn! Veit þessari dóttur ríkisins himneska staðfestingu og aðstoða hana af náð Þinni til að verða stöðug og staðföst í málstað Þínum, svo hún megi syngja söngva Þína fegurstu rödd líkt og næturgali í rósalundi leyndardóma Þinna í Abhá ríkinu og færa þannig öllum ham­ingju. Ger hana upphafna meðal dætra ríkisins og ger henni kleift að eignast eilíf líf.

Þú ert gefandinn, sá sem allt elskar.
-`Abdu'l-Bahá
-----------------------
Börn og unglingar (#8377)

Ó Þú góði Drottinn! Frá sjónarhring andlegrar lausnar hefur Þú birt sálir sem eins og skín­andi máni varpa ljósi yfir ríki hjarta og sálar, losa sig við veraldlega eiginleika og hraða sér til ríkis ódauðleikans. Með dropa úr hafi ástríkis Þíns döggvaðir Þú oftsinnis garða hjartna þeirra uns þeir báru af öðrum í fegurð og ferskleika. Heilagur ilmur guðdómlegrar einingar Þinnar barst víða vegu, gaf frá sér ljúfa angan um alla veröld og veitti ilman yfir öll héruð jarðar.

Reis því upp, ó Andi hreinleika, sálir sem líkt og þessar helguðu verur verða frjálsar og hreinar, færa þennan heim í nýjan búning og klæða hann undurfagurri skikkju, leita einskis annars en Þín, feta enga stigu nema stigu velþóknunar Þinnar og ræða ekki annað en leyndardóma málstaðar Þíns.

Ó Þú góði Drottinn! Gef að þessi unglingur megi öðlast það sem er æðsta von og þrá hinna heilögu. Ljá honum vængi styrkjandi náðar Þinnar – vængi andlegrar lausnar og guðlegrar aðstoðar – til þess að hann megi svífa á þeim inn í andrúm mildrar miskunnar Þinnar, fái sinn skerf af himn­eskum gjöf­um Þínum, verði tákn guðlegrar leið­sagnar og merki herskaranna á hæðum.

Þú ert hinn máttugi, hinn voldugi, sjáandinn og heyrandinn.

-`Abdu'l-Bahá
-----------------------
Börn og unglingar (#1620)

Ó Þér meyru sprotar í garði ástar Guðs! Ó, Þér fersku tré í jarðvegi þekkingar Guðs! Blóm­strandi jurtir í vorgarði eru unaðsleg sjón. Hinar nýsprottnu plöntur gefa frá sér sterka angan, sér­hvert blómstur gleður augað með sérstakri fegurð sinni og blöð þess og aldin taka skjótum þroska. Og þegar fólkið leggur leið sína inn í garðinn og virðir fyrir sér fegurð blómanna og andar að sér ilmi þeirra, verða sálir þeirra fagnandi og hjörtu þeirra fá svölun. Vaxið því hratt á þessu fágæta vori, ó Þér, sem eruð blóm á himneskum greinum og ávextir á tré samlyndisins, og með andlit yðar geislandi beint hjörtum yðar að aðsetri þess Drottins, sem allt heyrir og segið: Ó, Þú Drottinn undursamlegrar náðar! Veit okkur nýja blessun. Gef okkur ferskleik vorsins. Við erum frjóangar, sem fingur örlætis Þíns hafa gróðursett og höfum verið mótuð úr vatni og leir mildrar ástúðar Þinnar. Okkur þyrstir eftir lifandi vötnum hylli Þinnar og eigum allt undir úthellingu úr skýjum örlætis Þíns. Lát ekki þennan trjálund ræktarlausan, þar sem vonir okkar vaxa og neita honum ekki um regn ástríkis Þíns. Gef að úr skýjum miskunnar Þinnar megi falla gnægð regns til þess að meiður lífs okkar megi bera ávöxt og við fáum kærustu óskir hjartna okkar uppfylltar.

Megi dýrð Guðs hvíla yfir fylgjendum Bahá!
-`Abdu'l-Bahá
-----------------------
Börn og unglingar (#1621)

Ó miskunnsami Drottinn minn! Þetta er jasinta, sem vaxið hefur í garði velþóknunar Þinnar, og grein, sem hefur sprottið í lundi sannrar þekk­ingar. Gef, ó Drottinn örlætisins, að hún megi stöðugt og ævinlega endurnærast af lífgandi andblæ Þínum og ger hana gróskumikla, ferska og blóm­strandi með úthellingu úr skýjum örlætis Þíns, ó Þú góði Drottinn!

Vissulega ert Þú hinn aldýrlegi.
-`Abdu'l-Bahá
-----------------------
Börn og unglingar (#1622)

Ó Þú óviðjafnanlegi Guð! Lát þennan brjóst­mylk­­ing nærast af brjóstum ástúðar Þinnar, vernda hann í vöggu öryggis og verndar Þinnar og gef að hann megi alast upp í faðmi blíðrar ástúðar Þinnar.

-`Abdu'l-Bahá
-----------------------
Börn og unglingar (#1623)

Ó Guð! Fóstra þetta ungbarn í faðmi ástar Þinnar og gef því mjólk úr brjósti forsjár Þinnar. Rækta þennan ferska sprota í rósagarði ástar Þinnar og hjálpa honum að vaxa með skúrum örlætis Þíns. Ger það að barni ríkisins og leið það inn í Þinn guðlega heim. Þú ert voldugur og góður, Þú ert veit­andinn, hinn göfugi, Drottinn óviðjafn­anlegs örlætis.

-`Abdu'l-Bahá
-----------------------
Börn og unglingar (#1624)

Ó Guð! Uppfræð þessi börn. Þau eru jurtir í garði Þínum, blóm á völlum Þínum, rósir í reit Þínum. Lát regn Þitt falla yfir þau, lát veru­leikans sól skína á þau vegna ástar Þinnar. Lát andvara Þinn endurnæra þau til þess að þau megi agast, vaxa og dafna og birtast í mestri fegurð. Þú ert gjafarinn. Þú ert hinn vorkunnláti.

-`Abdu'l-Bahá
-----------------------
Börn og unglingar (#1625)

Ó Þú góði Drottinn! Fingur máttar Þíns mót­uðu þessi yndislegu börn og þau eru undur­samleg tákn mikilleika Þíns. Ó Guð! Vernda þessi börn, hjálpa þeim af náð Þinni að uppfræðast og ger þeim fært að þjóna mannheimi. Ó Guð! Þessi börn eru perlur. Lát þau vaxa í skel ástúðar Þinnar.

Þú ert hinn gjafmildi, sá sem allt elskar.
-`Abdu'l-Bahá
-----------------------
Börn og unglingar (#1626)

Ó Drottinn! Ger þessi börn að fögrum blóm­um. Lát þau vaxa og dafna í garði sáttmála Þíns og veit ferskleika og fegurð með úthellingu úr skýjum Þíns dýrðarríkis.

Ó Þú góði Drottinn! Ég er lítið barn, veit mér þann heiður að fá inngöngu í ríki Þitt. Ég er af jörðu, ger mig himneskt. Ég er af þessum lægra heimi, leyf mér að tilheyra ríkinu á hæðum. Ég er af myrkri, ger mig geislandi. Ég er efnislegt, ger mig andlegt og gef að ég megi birta takmarkalaust veglyndi Þitt.

Þú ert hinn voldugi, sá sem allt elskar.
-`Abdu'l-Bahá
-----------------------
Börn og unglingar (#1629)

Ó Drottinn minn! Ó Drottinn minn! Ég er barn á viðkvæmu skeiði. Nær mig úr brjósti mis­kunnar Þinnar, aga mig í faðmi ástar Þinnar, uppfræð mig í skóla leiðsagnar Þinnar og þroska mig í forsælu örlætis Þíns. Leys mig frá myrkri, ger mig að skæru ljósi. Frelsa mig frá óhamingju, ger mig að blómi rósagarðsins. Gef að ég verði þjónn fótskarar Þinnar og veit mér lunderni og skaphöfn hins réttláta. Ger mig uppsprettu velgjörða fyrir heim mannsins og krýn höfuð mitt djásni eilífs lífs. Vissulega ert Þú hinn voldugi og máttugi, sjá­andinn og heyrandinn.

-`Abdu'l-Bahá
-----------------------
Börn og unglingar (#1630)

Ó óviðjafnanlegi Drottinn! Ver athvarf þessu vesalings barni og vorkunnlátur meistari þess­ari villuráfandi og óhamingjusömu sál. Ó Drottinn! Þótt við séum aðeins einskisnýtar jurtir tilheyrum við samt rósagarði Þínum. Þótt við séum berir kvistir tilheyrum við urtagarði Þínum. Nær því þessa jurt með regni úr skýjum mildrar miskunnar Þinnar og fjörga og endurnær þennan kvist með lifandi andvara Þíns andlega vors. Ger hann að­gætinn, skiln­ings­ríkan og göfugan, gef að hann eignist ævarandi líf og dvelji í ríki Þínu að eilífu.

-`Abdu'l-Bahá
-----------------------
Börn og unglingar (#1631)

Ó Drottinn! Ger þennan ungling geislandi og veit þessari vesalings veru hylli Þína. Gef honum þekkingu, fær honum aukinn styrk í byrjun hvers dags og gæt hans í skjóli verndar Þinnar svo hann megi frelsast frá villu, helga sig þjónustu við málstað Þinn, leiða hina vegvilltu, leiðbeina hinum gæfusnauðu, frelsa bandingjana og vekja hina gá­lausu til þess að öllum megi hlotnast blessun með minningu Þinni og lofgjörð. Þú ert hinn máttugi og voldugi.

-`Abdu'l-Bahá
-----------------------

Table of Contents: Albanian :Arabic :Belarusian :Bulgarian :Chinese_Simplified :Chinese_Traditional :Danish :Dutch :English :French :German :Hungarian :Íslenska :Italian :Japanese :Korean :Latvian :Norwegian :Persian :Polish :Portuguese :Romanian :Russian :Spanish :Swedish :Turkish :Ukrainian :